föstudagur, febrúar 28, 2003
Ég sat hérna í fína lobbýinu mínu, í dragtinni með blásna hárið og þóttist vera voðalega virðuleg. Ætlaði svo að lalla upp á næstu hæð og fá mér kaffi.. Gekk ekki betur en svo að þegar ég var á bakaleiðinni datt ég um einhverja FJAN&!$& tösku og beint á nefið! Fullt lobbý af túristum og ég með lappirnar uppí loftið, kaffi útum allt gólf og fullt af flissandi ameríkönum. Mjöööög smart. Virðuleikinn farinn veg allrar veraldar. Já, já segið það bara, ég er gimp ég veit
