föstudagur, febrúar 28, 2003
Við erum að tala um MENN -svona sirka 30-35 ára og þeir komu með mikil nauðsynjatæki með sér, talstöðvar sem sagt! Eru búnir að vera hlaupandi um allt hótel að "testa" græjurnar. "This is dave, -roger". Roger, I hear u, over and out"..... Þeir fundu greinilega þörf fyrir að koma með óbyggðagræjur á þennan útnára, -svona ef ske kynni að við værum ekki með símasamband á Íslandi eða eitthvað. Þetta gera engir nema kanar, það þori ég að ábyrgjast!
Málsháttur dagsins, sá skal ekki kasta grjóti sem í glerhúsi býr.... Muniði þetta Bandaríkjamenn, næst þegar þið gerið grín að móttökudömunni!! ;)
