laugardagur, mars 29, 2003

ÁFRAM EUROVISION!!!!

Fór á Eurovision sýninguna á Broadway í gær. Stök snilld !
Pakkfullur salur og allir í gríðarlegum fíling. Perlur eins og Nína, Sókrates, Gleðibankinn, Diva, Fly on the wings of Love og fleiri voru tekin með glæsibrag og við góðar undirtektir áhorfenda. Kaldlindir Íslendingarnir voru meira að segja farnir að syngja með og dilla öxlunum í sætunum. Og fólk var ekki einu sinni orðið ofurölfi! Engir ælublettir eða brotnir stólar. Þetta kalla ég einstakan árangur og þori að ábyrgjast að hann náist aldrei nema undir afar einstökum kringumstæðum. Mín persónulega skoðun er líka að allir, já ALLIR Íslendingar hafa gaman af Eurovision! Það er bara spurning hvort þeir viðurkenna það eða ekki..
Hápunktur kvöldsins var svo þegar annar kynnirinn, nebbninlega hún Selma "okkar" Björnsdóttir, stökk útá gólf í miðri syrpunni af All Out of Luck og tók yfir. Undrunar/reiði svipurinn á gellunni sem var að syngja var óborganlegur!! "Hvað í andsk$%&#" er hún að stela laginu mínu" heheheheh ;)
Selma var nú samt flottari en hún og rúllaði þessi algerlega upp.
Þykir miðúr að tilkynna það að þjónustan á Broadway var því miður hinsvegar ekki jafngóð og sýningin....
Um það bið 45 mínútna bið var að komast að afgreiðsluborðinu þrátt fyrir að einungis 10-15 manns hafi verið í röð. Einhverjar gellur fyrir aftan okkur náðu svo að blikka dyravörðinn og hann fór persónulega í það verkefni að redda þeim framfyrir okkur. Maður heyrði margar hryllingssögur í þessari röð og var farin að myndast ágætis stemmning hjá raðarfólkinu (fyrir utan beyglurnar fyrir aftan). Ein stelpan hafði keypt miðann á netinu fyrir 1.990 en hafði verið rukkuð um 19.900 í staðinn. Hvað er eitt núll á milli vina?? Annar hópur fann ekki miðana sína og þar frameftir götunum. Svo kom loks að okkur, þá fannst nú bara engin pöntun, engir boðsmiðar og ekki neitt. Gellan í miðasölunni vildi lítið fyrir okkur gera og sagði okkur bara að koma aftur klukkan 11 í sýninguna, enginn matur fyrir ykkur elskurnar! Náðum eftir dálítið stapp að tala við einhvern yfirmann og eftir sirka 20 mínútna símasamtal við hann var okkur boðið til sætis. Við fengum þau "góðu" sæti að vera bakvið stærstu súluna í húsinu þegar allir aðrir voru byrjaðir á aðalréttnum. Jæja, maturinn var nú fínn en þjónustustúlkan okkar átti eitthvað slæman dag og var ekkert einstaklega viðmótsþýð í framkomu. Hefur vafalaust verið pirruð yfir þessum "auka"gestum sem á hana bættust, stökk ekki bros og skellti diskunum á borðið. Við gerðum nú bara gott úr þessu, hlóum að pirruðu gellunni og fluttum okkur um borð þegar sýningin byrjaði og skemmtum okkur hið besta yfir henni......
.... svo ætluðum við að fara heim....
Tók þá við hin víðfræga "röð" í fatahengið. Maður var búin að vona að meðal fullorðins fólks þá yrði þessi reynsla líkari röð en dauðagildru þar sem allir keppast um að troða sér að borðinu (Menntaskólaböll!! *hrollur*) og varð það eftir. Þrátt fyrir manngrúa komumst við að eftir sirka 5-10 mínútur en þá var líka gamanið farið að kárna. Fína frúin sem var í fatahenginu var nú bara hreint ekkert á því að hleypa okkur útur húsi. Ekki veit ég hvort við Soffía vorum svona sætar að hún hreinlega tímdi ekki að hleypa okkur út en eitt er víst að hún tók ALLA framfyrir okkur og þar með talið fólk sem nýbúið var að valsa í hús og vildi fá að geyma. Eftir á að giska korters bið fyrir framan frúna var þolinmæðin á þrotum og reyndum við að ávarpa drottninguna. Allt kom fyrir ekki, hún lét ekki svo lítið að horfa framan í okkur hvað þá meira, hvort heldur sem ávarpið var kurteisislegt (eftir 15-20 min.bið) eða ekki (>20)! Fengum þó fararleyfi að lokum og komumst heim

Einkunagjöf kvöldsins:
Sýningin fær 10 af tíu mögulegum en þjónusta, afgreiðsla, skipulag, sætaskipun -10
Bottomlinið, mæli með sýningunni en ekki myndi ég borga krónu til að fara á þennan stað! (sorrý Sigga)










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter