laugardagur, mars 01, 2003
Ég hata að vakna klukkan 7 á laugardögum og taka strætó í vinnuna þegar allt eðlilegt fólk er í leigubíl á leiðinni heim. Ég hata að sitja í þessu ljóta lobbýi og brosa framan í heimska Ameríkana þegar mig langar helst að rífa af þeim barnalegt sakleysisbrosið. Mín framtíð verður þar sem ég þarf ekki að vakna fyrr en ég vil og þar sem ég má hvæsa á þá sem mér hentar, þegar mér hentar. Frábið mér einnig kvöld og helgarvinnu.... Come to think of it.. kannski gerist ég bara atvinnuleysingi, róni eða aumingi, sæki um bætur og hangi á Hlemmi. Hljómar ekkert svo illa. Fæ að sofa þegar ég vil og svo eru kardimommuudropar á tilboði í Bónus.
