mánudagur, mars 10, 2003

Híhí... ;) Þrátt fyrir stór orð um djammfrí og áfengispásur endaði mín í niður í miðbæ um helgina.
Hóf kvöldið með matarboði hjá ömmu og afa, tróð mig út af hamborgarahrygg, gratíneruðum kartöflum og ýmsu góðgæti... Maður færist nú líka upp í veröldinni þar sem MÉR var boðið vín með matnum, formlega komin í fullorðinna manna tölu núna ;)
Var síðan sótt af elskunni minni einu, henni Ástu skásktu, afa til sárra vonbrigða þar sem hún reyndist ekki vera 1 stikki stæðilegur karlmaður.. Hann er farinn að örvænta fyrir mína hönd kallgreyið og er loksins farinn að gera sér grein fyrir að það verða engin barnabörn frá mér á næstunni. Fórum svo á Vegamót og hittum þar Hlíf og Auði. Sátum þar í mestu makindum þegar einhver ákveðin "skötuhjú" birtust sem þrumur úr heiðskíru lofti með stærstu tequilastaup í geimi og skipuðu mér að drekka. Nú, þar sem ég er og hef alltaf verið hlíðin og góð ung stúlka þá hlýddi ég bara og drakk í botn. Skötuhjúin létu sig svo hverfa en hitti þau aftur á Celtic Cross þar sem fleiri tequilastaupum var stútað og var svo stefnan tekin á einn af snobbbörum bæjarins 101 BAR. Mikil vonbrigði með þann bar samt, sá engan frægan, ekki einu sinni neinn sem var í seinasta Séð og Heyrt. Iss piss, snobbbar hvað! Auði tókst svo að týna/láta stela af sér símanum og upphófst mikil leit að honum inni á 101. Hún dró mig síðan á Celtic að leita þar en skötuhjúin, öðru nafni Hulda og Ragnar, fóru á Dillon að mig minnir.... Auður dregur mig svo á búllu dauðans, öðru nafni VICTOR. Að ég skyldi hafa látið draga mig þangað er mínum skilningi ofvaxið! Hvílíkt samansafn af N-Afríkubúum, Portúgölum með gullkveðjur og bara sveittum gömlum körlum yfirhöfuð. Bjakk! Tónlistin var nú samt ágæt og náði ég að vingast við DJinn á þessum hálftíma sem við vorum þarna inni og fá uppáhaldslagið mitt um þessar mundir spilað (æi indverska lagið þið vitið... -úr Bend it like Beckham).










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter