miðvikudagur, mars 05, 2003
-með Bandaríkjamenn þessa dagana?!?
Það er eins og þessi blessaða þjóð lifi í einhverjum öðrum heimi heldur en við hin, -í heimi sem á meira sammerkt með Independance Day heldur en okkur hinum. Sjálfumgleðin, hrokinn og hræsnin koma manni endalaust í opna skjöldu.
Ég horfði á Jay Leno í gær og var hann að tala um "nýju" World Trade Center bygginguna, þar á víst að koma einhver stóreflis turn (aftur) og lagði hann til að Sameinuðu Þjóðirnar fengju skrifstofur efst í turninum og þá myndu þær ef til vill skipta um skoðun varðandi stríðið í Írak. Já, já Jay minn, Evrópa, evrópubúar og önnur ríki Sameinuðu Þjóðanna vita langtum meira um stríð heldur en þið, þessar þjóðir hafa upplifað hörmungar í sínu eigin landi en ekki þið! World Trade Center er það versta sem komið hefur fyrir ykkur en er eins og dropi í hafið sé litið á manntjónið sem BANDARÍKJAMENN eru búnir að valda víðsvegar um heim svo áratugum skiptir. Langsamlega fleiri dóu í "friðarstríðinu" í Afganistan heldur en í 9/11 og margfalt fleiri munu deyja í væntanlegu stríði í Írak. Vissuð þið það að Bandaríkin og Bush forseti 1 voru kærðir fyrir stríðsglæpadómstól eftir fyrra stríðið í Írak??
-Nei alveg örugglega ekki af því það mál var þaggað niður eins og flest slæmt sem tengist þessu ágæta ríki. Bandaríkin eru stærsti hryðjuverkahópur heims, veruleikafyrrt auðvaldsríki sem gerir ekkert nema skara eld að sinni köku og blekkja sína eigin íbúa sem og önnur ríki með áróðri. Harðstjóri og hriðjuverkaógn frá Írak? Ónei, þetta er spursmál um olíu og áhrif þeirra í Mið Austurlöndum. Hvað er Sharon ef ekki harðstjóri og kúgari?
Halelúja, lofaður sé Allah og allt það. Ætti maður kannski að gerast múslimi og ganga til liðs við Al-Quaida?? -Nei samt, fengi örugglega ekki að vera stríðsmaður... yrði bara skellt á mig blæju og hent í eldhúsið einhversstaðar... hummm... þarf að endurskoða þetta plan...... ætli þeir taki við peningaframlögum? ;)
