föstudagur, mars 28, 2003
1. spáði mér frægð, frama, ríkidæmi og hamingju. Ok ok kannski ekki alveg en hann sagði allavega að ég myndi ná árangri á hvaða sviði sem ég færi inná og að "það yrði tekið eftir mér". Spáði mér "velgengni" og "alsnægtum" í framtíðinni. Hummmmm ekki slæmt :)
2. Ástin er handan við hornið....... -og í formi eins stykkis karlmanns! Fór meira að segja útí útlistanir á þeim herramanni, 3-4 árum eldri en ég, sjálfstæður atvinnurekandi ofl..Þessi umræddi herramaður á að vera hornsteinninn í fjölskylduumhverfi mínu, s.s. væntanlegur eiginmaður hvorki meira né minna! Þannig að.......
-ef þú ert karlkyns, nokkrum árum eldri en ég, átt lítið fyrirtæki og langar ekki að binda þig eða gifta í framtíðinni..... EKKI reyna við mig! ;)
3. Ég verð mjög langlíf og mun líklega lifa ykkur öll greyin mín, -en þarf að huga betur að heilsunni. Hápunkturinn á "tilfinningalegum þroska" mínum verður á þrítugsaldrinum og hápunktur ferils míns milli fertugs og fimmtugs. Afar áhugavert.
4. Hef mikla hæfileika í öllu sem er skapandi og listrænt, ritsmíðum, tungumálum, félagsstörfum, viðskiptum og stjórnunarstörfum Ég á að vera sjálfstæð og skipa en ekki vera skipað fyrir. Mjög ánægjulegt :þ
Var frekar ánægð með spána þegar hér var komið sögu enda sagði maðurinn ekkert nema gott og hrósaði hæfileikum mínum og mér sjálfri í hástert...... núna hinsvegar fór að halla undan fæti.....
4. Ég á að passa mig á svikulum vinum og ekki treysta fögrum orðum þeirra.
5. Ég á líka að passa mig á peningum, ég er OF greiðvikin við vini og vandamenn og þeir færa sér það í nyt og misnota.
6. Ég á að hætta að bíða eftir að góðir hlutir og lífið sjálft leyti mig uppi. Ég verð að taka þátt í því líka
7. Má samt ekki vera of stessuð og flýta mér um of að fullorðnast og taka fljótfærnislegar ákvarðanir (eins og hefur borið við að undanförnu......)
Jæja held ég deili nú ekki meira með ykkur sem þessi ágæti maður sagði í bili. Spennandi hvort þetta gangi allt eftir.....
