mánudagur, mars 10, 2003

Svona til að valda ekki aðdáendum nördaskapar míns vonbrigðum þá er hér meðfylgjandi ein lítil saga eftir helgina......
Ég er nýbúin að kaupa mér alveg geggjað flotta skó í Bossanova. Afskaplega fallegir og með afskaplega háum hæl. Varð samstundist ástfangin og festi kaup á þeim med de samme. Umræddir skór voru svo notaðir einmitt á laugardaginn en var notandinn búinn að gleyma því af hverju hann gengur ALDREI í hælaskóm og hefur ekki gert síðan um 17 ára aldurinn! Eftir að hafa labbað eins og miður fimlegur stekkjastaur í byrjun kvöldsins var Gerði farið að verkja allverulega í fæturnar.. Stekkjastaur færðist verulega í aukana og þegar tekið var að líða á kvöldið var mín kona hætt að geta labbað og var BORIN á háhesti allra sinna ferða. Auður mín, færi ég þér hérmeð mínar innilegustu þakkir fyrir farið.. Á búllunni (Victor) dansaði Gerður "gella" svo bara á tánum og lét sig ekki muna um það að skokka léttfætt útí bíl og í kebabhúsið berfætt. Þegar ég vaknaði næsta dag var það við miður falleg öskur frá móður minni þar sem hún benti mér "kurteislega" á svört för úti um allt hús.. Ég hafði semsagt ákveðið að rölta um allt húsið þegar heim var komið og merkti mér þann göngutúr vandlega. Hvíta fallega sængurverið mitt var svo heldur ekki hvítt lengur heldur köflótt og lappirnar á mér litu út fyrir að tilheyra svertingja.
-And people wonder why I´m single.....










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter