þriðjudagur, apríl 22, 2003
Jæja þá er Lundúnaferðin okkar Erlu búin. Það var mikið skoðað og gert og komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er orðin ástfangin af London og ætla mér að búa þarna einn góðan veðurdag. Læt ég fylgja nokkur highlight ferðarinnar hér að neðan en ef einhver vill fá nánari útskýringar þá er bara að taka upp símann elskurnar mínar :)
Fólk, fólk og endalaust fólk! Það er eru allar manngerðir og tíbur undir sólinni sem labba framhjá þér á strætum Lundúna.. Fríkað fólk, manson fólk, snobblið, aristókratar, túristarnir, arabar, betlarar.. öllu ægir saman og ég gæti hæglega unað mér dögum saman bara við það að fylgjast með mannlífinu..
Leikhúsin! Við Erla skelltum okkur á My Fair Lady í Konunglega leikhúsinu (Theatre Roayal) og var það var hreint og beint ótrúleg upplifun. Söngurinn, dansarnir, leikurinn og leiksviðið var allt óaðfinnanlegt og litla ég tapaði mér algjörlega í einhverja tvo tíma og lifði mig inní heim Elisu Dolittle. Hreint og beint frábært eða eins og þeir segja í Bretalandi, jolly good!
Markaðurinn í Camden Town. Þetta var og er einn skrautlegast markaður og staður sem ég hef farið á! Þar ægði öllu saman og ég er fullviss um að þú getir keypt þar allt, -já allt sem til er undir sólinni! Frá rándýrum merkjavörum til búða sem sérhæfðu sig í masókista/sadista tækjum og fatnaði, til fína franskra veitingastaða og bása sem seldu eiturlyf og hasssleikjóa. Prútt var einkunarorð dagsins og fann ég mér þar sérdeilisprýðilegan kínabol, nákvæmlega eins og ég var búin að gjóa augunum á í 17 nema bara á svona 1/5 af verðinu eða 20 pund.
Rassinn á Brad Pitt! Ójá, haldið ykkur í sætisbökin því við fengum að klípa karlinn í rassinn!!! Komumst einnig up close og persónall við Tom Cruise, Maddonnu, Geri Halliwell, Mel Gibson, Elvis Prestley, Marilyn Monroe og marga marga fleiri. Eins og glöggir lesendur hafa vafalaust áttað sig á þá fórum við á Madamme Tussot safnið og skemtum okkur alveg rosalega vel.. -manni líður alltaf svo vel meðal jafningja- right... En aftur að rassinum! Það hefur nebblega verið í gegnum tíðina mikil ágengni við dúkkuna af Brad "mínum" Pitt. Nærbuxur hafa fundist í vasa hans og varalit klínt á alla bera staði á "líkama" hans. Því var tekið til þess ráðs að hafa samband við kappann sjálfan, fullkomið mót tekið af afturenda hans og steypt gúmmímót á dúkkuna! -Þannig nú má hver sem er koma og klípa smá og það var akkúrat sem við gerðum! Eða eins og dragdrottningin sem gætti hans sagði "very firm yes?!"
Skemmtistaðirnir: Við fórum að sjálfsögðu að djamma og eins og sönnum Íslendingum tókst okkur að komast frítt og VIP inn á alla staði sem við fórum á. Þar sem við vitum öll að London er dýr borg tókum við Erla þá meðvituðu ákvörðun að láta einhverja aðra (=ólánsama karlmenn) um að splæsa. Skelltum okkur á hótel barinn fyrsta kvöldið og byrjuðum að "gefa augað" væntanlegum fórnarlömbum kvöldsins. Enduðum á því að pikka upp nokkra þýskara á skólaferðalagi (voru samt alveg eldri en við sko, engir barnaræningjar takk!). Því miður höfðum við gleymt nísku þýsku þjóðarinnar þar sem gæjarnir tímdu ekki að borga inn á skemmtilstaðinn fyrir okkur þrátt fyrir að gamla "úps ég gleymdi víst peningnum mínum uppá hóteli" trikkið væri notað. Hagur okkar Erlu vænkaðist svo þegar ónefndur Indverji (minnir að hann hafi átt staðinn eða eitthvað) tók að sér að redda okkur frítt inn af því við vorum svooo sætar. Hittium helvítis nískupúkana aftur en þeir höfðu greinilega saknað okkar þar sem þeir tóku það að sér að splæsa á okkur á barinn, -hafa greinilega séð það sem betri fjárfestingu en aðgöngumiðann.... hupf!
Á laugardagskvöldinu hittum við heilan hóp af breskum/portúgölskum/indverskum gæjum sem vildu endilega sýna okkur bestu staðina. Við þáðum það að sjálfsögðu með þokkum enda sparaði það okkur veiðiferðina á barinn. Þeir leiddu okkur á Lechester Square og svo í "The Village". Þar fórum við á stað sem heitir Red Cube og á að sögn að vera einhver Celebstaður og frekar erfitt að komast inn. Það tókst nú samt og völsuðum við Erla inn en strákagreyin þurftu að borga ein 15 pund á kjaft og standa í röð. Æ æ æ.. en leiðinlegt að vera strákur.. ;) Áður en kvöldinu var lokið hafði okkur svo tekist að vingast persónulega við plötusnúðinn (geturðu ekki spilað bara EITT lag í viðbót með Justin Timberlake), komist inná VIP setustofuna og bragðað besta jarðaberjakokteil sem ég hef á ævinni smakkað.
Man ekki meira í bili... er sko að svíkjast um í vinnunni en mun skrifa meira þegar "andinn kemur yfir mig" á ný...
