þriðjudagur, apríl 08, 2003

Átak!!
Já þetta er einkunarorðið þessa dagana. Mín er semsé byrjuð í átaki eina ferðina enn. Átak dagsins í dag er kennt við töfraefnið Herbalife sem undirrituð hefur nýlega fest kaup á. Vinkonur mínar, herbódrottningarnar Mrs X og Mrs Y, hafa verið á þessu undraefni í næstum ár og bera því vel söguna. Hef ég gert mikið grín að þeim en varð að lokum að éta öll stóryrðin ofan í mig þegar ég freistaðist loksins til að prufa sjálf. Pæliði bara í því! Engin líkamsrækt, enginn sviti heldur bara borða duft og þú verður grönn og spengileg á örfáum vikum. Gæti varla verið hentugra ;) Þetta átak er búið að vera í gangi í nákvæmlega 5 daga núna og gengur bara furðu vel. Duftið bragðast framar öllum vonum og ég hef ekkert svindlað.
Hef einnig tekið uppá því að kaupa daglega nammi fyrir vinnufélaga, vini og ættingja og afhenta þeim með bros á vör. Í dag keypti ég Lion Bar fyrir vinnufélagana, alls 4 stikki. Bæði eyk ég á vinsældirnar og svo er þetta er mín djöfullega aðferð til að fita fólkið í kringum mig meðan ég grennist.... múhaha múhahahaha MÚHAHAHAAAA!!!

Læt ég svo fylgja gamalt og gott spakmæli sem ég hef lengi í hávegum haft.......
"Góði guð,
ef þú getur ekki gert mig granna, gerðu þá vinkonur mínar feitar!"










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter