þriðjudagur, maí 20, 2003
Ég var að finna bestu afsökun í heimi.. það var alltí einu að renna upp fyrir mér að ég er að fara út eftir 12 daga og ég ekki búin að kaupa mér neiiiin ferðaföt.... Vantar mig ekki eitthvað fallegt? Get ég verið þekkt fyrir að láta sjá mig í Þýskalandi í tískufötum seinasta árs??
Ég byrjaði sko voðalega hæversk á að ætla að kaupa mér strigaskó og einhverjar flottar sumarbuxur.... svo áttaði ég mig á því að ég á engan jakka.. og enga djammskó.. og engar peysur.. engin djammföt...og enga sumarboli.... eiginlega bara engin föt yfir höfuð!
Gleymiði bara öllum gróusögum sem þið hafið heyrt um 5kg peysusafnið úti á Spáni eða 2 fullar kommóðuskúffur af djammbolum. Sjö gallapils eru ekkert svo mikið og að eiga 9 stígvél er mjög alengt! Vantar mig í alvörunni nýjan fataskáp eða er þetta kaupæði á hæsta stigi? Ætti ég að fara í Kringluna eða sækja um að komast í "shopoholics" þáttinn hjá Opruh....
