föstudagur, maí 23, 2003

Halló spalló!
Það er fjórði seinasti dagurinn minní vinnunni í dag. Er að keppast við að klára öll mín verkefni og vinnur áður en ég hætti + það að skipuleggja skrifstofuna (sem er sko EKKI vanþörf á) og svo fannst yfirmanni mínum mjög sniðugt að bæta á mig aukaverkefni í dag. Allverulega stóru aukaverkefni sem tekur líklega 1-2 daga.... Dauði og aftur dauði. En hvað ég hlakka óstjórnlega mikið til að byrja í skóla aftur. Að fara að gera eitthvað fyrir MIG en ekki einhvern kall útí bæ. Úff og púff.
Annar er það helst að frétta að ég skellti mér í River Rafting á miðvikudaginn. Var farin hótelferð í Hvítá og var alveg GEGGJAÐ gaman. Reyndar virtist tilgangur ferðarinnar vera meira í þá átt að hafa fólk meira í ánni heldur en í bátunum þar sem ekkert tækifæri var ónotað til að henta fólki úr bátum, skvetta á aðra báta eða fara í leiki sem miðuðu allir að því að detta útí. Semsagt eitthvað fyrir mig ;) Svo var stoppað á miðri leiðinni í djúpu gljúfri og gátum við klifrað uppá miðjan gljúfravegginn, staðið þar á lítilli steinnibbu og látið okkur vaða 12 metra niður í straumharða ánna! Að sjálfsögðu lét ég mig vaða enda ekki í hörkufélaginu fyrir ekki neitt en þetta var sko drulluscary en samt alveg hreint ótrúlega skemmtilegt. Svo eftir árbuslið var grill, veigar og "chill" uppí skála. Verð að segja að þetta er með skemmtilegri boðsferðum sem ég hef farið í og mæli alveg óhikað með Destination Iceland -takk fyrir mig :)
Svo er ég búin að redda mér fríi á morgun, er að fara í brjálað Eurovison grillpartý og það er verið að spila Gleðibankann í útvarpinu..... Lífið er yndislegt










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter