fimmtudagur, maí 15, 2003

Jájá ég er annþá á lífi! Ég VEIT ég er löt að skrifa inná þetta blogg en let´s face it, allir (10 einstaklingarnir) sem lesa þessa blessuðu síðu eru hvort eð er fólk sem ég tala við reglulega þannig að...... En anywho.. ef þú ert einhver afvegaleiddur einstaklingur sem hefur villst inná þessa blessuðu síðu mína þá skal ég kynna mig hérmeð... Gebba er ég nefnd, kennd við Spears sökum meints "pjatts" og pæjuskapar útá Spáni. Eitthvað held ég að yngismeyjarnar sem gáfu mér þessa skemmtilegu nafnbót verði að fara að endurskoða málið þar sem pæjuskap og pjatti er ekki fyrir að fara hjá minni konu þessa dagana. Þvert á móti, ég stend nú í óðaönn við að undirbúa mig undir væntanlega þýskalandsdvöl með því að safna hári á öllum stöðum mögulegum (og þið viljið ekki vita HVAR!), æfa mig í hár-túberingum, andlitshárs/skegg-litunum (fyrir ofan efri vörina þið vitið), bjórþambi og jóðli. Ég mun falla inní hið þýska mannlíf eins og flís við rass, -sanniði til!
Þessa dagana hefur Frk. Spears einnig reynt að vera pólitísk og hugsandi og gerðist nýlega harður fylgismaður Vinstri Grænna. Öllum hinum flokkunum er fulllýst í hennar huga með lýsingarorðinu "plebbi" sem er einmitt uppáhaldsorð Gebbu í augnablikinu. En ef þið viljið nánari útlistingu á hvað orðið "plebbi" stendur fyrir þá er það tilgerð, sleikjuskapur, uppskafningsháttur "meikháttur" og ofurpæjuskapur! Gebba er einmitt mikið að spá í að skrá sig í raðir baráttumanna hins eina sanna vinstri flokks og hvur veit, kannski kemst ykkar eina sanna Britney wannabye (jæja ÖNNUR sanna á eftir Erlu) inná þing. Gæti jafnvel orðið ráðherra einn góðan veðurdag! -Eða forsætisráðherra! Ohhh hvað heimurinn væri betri staður ef ÉG gæti stjórnað honum..... Finnst ykkur það ekki?????










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter