laugardagur, ágúst 23, 2003
Spennadi kvöld í gær, aflraunir, innbrot, vælandi þjófavarnir, gítarspil og jarðskjálftar voru þema kvöldins.
Sko, vitleysan byrjaði á því að yours truly fékk boð í glæsilegt kveðjupartý hjá eðaltöffaranum honum Ragnari sem er víst að fara að stinga af til Tælands Allavega, þá átti ég (og á) að vinna þessa helgi frá 8-8 takk fyrir kærlega þannig að planið var nú bara að vera létt á því. EN ég var náttla ekki búin að reikna með góða veðrinu í gær, en það er jafn víst og að sólin sest að ef sést í sólarglætu hérna í RVK að þá GETUR Gerður litla ekki fyrir sitt litla sitið heima. Alltaf. Þannig að ég fann mér félaga til að splitta með mér hvítvínsflösku, reddaði að þurfa ekki að mæta í vinnuna fyrr en klukkan 10 og já, var semsagt til í slagin! Hljóp heim úr vinnunni (jæja eða keyrði kannski) á mettíma, skipti um föt og ætlaði svo að bruuuna niður í bæ þegar smá babb kom í bátinn..... Hann bróðir minn "elskulegi" hafði sumsé tekið uppá því að leggja hvíta Hondusportbílnum sínum BEINT fyrir bílinn minn! Stakk svo af í bíó með konunni og tók lyklana með sér. Voru nú góð ráð dýr, klukkan að verða ellefu og ég strönduð uppi í Grafarvogi. Hringi og hringi í brósa en auðvitað ekkert svar, rannsaka herbergið hans hátt og lágt en engir lyklar. Reyni að bakka bílnum framhjá en tekst ekki betur en svo að ég festi hann enn rækilegar milli grindverks, blómapotts, bílskúrs og Hondudruslunnar. Dettur þá alltí einu snjallræði í hug! Hóa í litlu systur og vinkonu hennar og reynum að ýta Hondubeyglunni burtu. Eftir miklar aflraunir, ýtingar og öskur verðum við að játa okkur sigraðar..... helvítis bíllinn haggast ekki!! Finnst mér líkleg að við þrír veikbygðu kvenmennirnir værum kannski ekki nógu sterkir í þessa kraftraun og legg í leit að stæðilegum karlmönnum til að leysa þetta mál. Finn eftir mikla leit aðstoð, Ösp grannkona kemur til bjargar. Er hún mun gáfaðri en við og upplýsir okkur um að ástæðan fyrir að við bifum ekki bílnum sé ekki að við séum ekki sannar valkyrjur heldur að hann sé auðvitað bæði í gír og handbremsu. Myndast þá djöfullegt plan í huga mínum, treð vinkonu litlu systur niður um TOPPLÚGUNA og læt hana taka úr gír. Rennur bíllinn nú ljúflega úr hlaði og Gerður litla kemst af stað. -Er hérmeð mínum innilegustu þökkum komið til Aspar grannkonu, Gunnhildar litlusystu og Ingu bílaþjófs..... en brósi, be afraid, be VERY afraid þegar ég næ í þig URRRRRRR!!!!! -Allavega, komst ég á endanum til hennar Soffiu og þaðan í partýið sem var bara þrusustemming, frí bolla, fullt af fólki og GÍTAR. Hvað getur maður beðið um meira! Auðvitað eru partý með gítarspili mesta snilld í heimi og var litla hjartað mitt afskaplega glatt þar sem að margir MÁNUÐIR eru síðan ég hef farið í alvöru gítar-partý! Er svo mjög stolf af því að minidjammið hélst minidjamm, drakk reyndar meira en góðu hófi gengdi, tók ekkert eftir neinum jarðskjálftum og hélt að fólk væri að reyna að plata mig þegar mér var tilkynnt um þá. Tók svo þá ákvörðum að KEYRA heim... þambaði fullt fullt af vatni í tilraun til að verða edrú, fór á Nonna og var farin að lúlla rúmlega 4. Sit svo núna glær í framan í vinnunni og held ég sé að deyja.. jæja kannski ekki alveg að deyja en með lífshættulegan sjúkdóm að minnsta kosti! Svo er spurning með annað djamm í kvöld en þetta er víst seinasta djammið hennar Miss LOOOOVE áður en hún stingur af til Ítalíu og er verið að nota "emotional blackmail" á hæsta stigi til að fá mig með..... Sjáum hvernig það fer....
