laugardagur, ágúst 09, 2003

!Langþráð framhald og sögulok!

Sögulok segið þið? Já, ég er komin heim til fallegasta lands í heimi, engir meiri þýskarar í bili en samt nóg af útlendingum þar sem ég er aftur mætt í lobbý-vinnuna mína gömlu (er þar einmitt núna) og skemmti mér við að hrella túrista sem villast hingað til lands.. En ég lofaði víst framhaldi af Berlinar ferðinni......

Jæja, ég var semsagt stödd í Mannheim og stóð frammi fyrir því að þurfa að borga 10þúsund kall og sitja í lest í aðrar 4 stundir en var sko ekki alveg sátt við þau málalok.... Tók til minna ráða, fór í miðasöluna, leitaði uppi einasta karlkyns starfsmanninn sem ég fann og reyndi eins og ég gat að blikka hann og blíðka... Auuuuuumingja litla ég sem er svo ljóshærð og vitlaus að hún bara missti af lestinni, úps! Ráðabruggið mitt virkaði fullkomlega og fékk ég bæði frímiða til Berlin OG upgrade á 1.farrými af því að "ég átti svo bágt!" -hehehe stundum er gott að vera stelpa!
Kom svo til Berlin um hálfellefuleitið, fann hostelið mitt og eyddi restinni af kvöldinu í að spjalla um trúmál við heittrúaðan miðaldra Bandaríkjamann, tvær 19 ára hollenskar stelpur og 1 múslimskan Indverja. Afar áhugaverðar samræður í ljósi þess að ENGINN var sammála um neitt og leystust þær umræður fljótlega upp í hatramt rifrildi þar sem Indverjinn lýsti því yfir að við (ég+hollensku gellurnar) værum bara lauslátir evrópubúar og að "skiljanlegt" væri ef einhver nauðgaði okkur af því að við byðum uppá það!! Að sjálfsögðu gátum við ekki tekið því þegjandi og hljóðalaust og enduðu þau málalok að Indverjanum var hent út af hostelinu fyrir að hóta öðrum gestum þess (okkur!!). Múhaha -dónt mess with me!! Við fögnuðum svo Indverjasigri yfir bjór á hostelbarnum.. Við tók ein versta nótt í manna mynnum. Glæsilega herbergið sem ég hafði pantað var semsagt deilt með níu öðrum einstaklingum og einum glugga sem ekki var hægt að opna. Afleiðingin var sú að þessi nótt var að ég held sú heitasta og sveittasta sem ég hef upplifað. Spánverji sem var í kojunni við hliðina á mér var með úr með hitamæli og mældist lofthitinn inn í herberginu -um miðja nótt- 39 stig. Óbjóður!
Sunnudeginum eyddi ég svo í að labba útum ALLA Berlin. Lallaði í gegnum Tiergarten, skoðaði Brandenborgarhliðið, Alexanderplatz, óheyrilega ljótar sovétskar byggingar, Check Point Charlie, Check Point Charlie Safnið (sem var afar áhugavert, hafði að geyma allt um flótta Austur Berlinarbúa yfir hliðið. Meðal flóttaaðferða voru vaðslangva, heimasmíðaðar flugvélar, loftbelgir, göng, smigl í ferðatöskum, græjum, ísskápum, bílum osfrv. Alveg ótrúlegt hvað fólki dettur ekki í hug!), loftvarnarbyrgið sem Hitler drap sig í (er búið að fylla uppí það og er núna LEIKVÖLLUR), einhvert nasistasafn osfrv.... Fór svo í ENSKT bíó um kvöldið sem var afskaplega ánægjuleg upplifun eftir allt þýska "döbbið" og við tók svo svitanótt númer 2...
Á sunnudeginum var ég orðin hálf lúin og nennti ekki að skoða meira. Kíkti aðeins í búðir og svo í dýragarðinn sem mér fannst í einu orði sagt ÆÐI. Tók svo lestina heim (rétta í þetta skipti) og fór beint og hitti krakkana sem eftir voru og sötraði smá bjór um kvöldið.

Á þriðjudeginum tók svo við ferðalag til Sviss en bekkjarsystir mín sem er þaðan hafði einmitt boðið mér og vini mínum í heimsókn. Hún býr í ítalska hlutanum af Sviss, í pííínulitlu afskektu fjallaþorpi að nafni Anticua. Þar er einmitt 1 veitingahús/gistihús/bar, 1 kirkja, fullt af gömlu krúttlegu fólki, geitum, kúm og fallegasta útsýni í HEIMI. Fórum svo daginn eftir í þýska hlutann í bæ sem heitir Xania eða eitthvað svoleiðis og er víst einhver exsklúsiv skíðastaður. Þar tókum við 4 lyftur alveg uppá fjallstopp (5.500 metar yfir sjávarmáli) sem er einmitt jökull líka, skoðum jöklasýningu (íshöggmyndir og svolls), tókum svo lyftu niður á næsta stopp og þurftum svo að labba í 40 mín upp fjallið aftur til að komast í fjallakofa þar sem ætlunun var að eyða nóttinni. Þessi fjallakofi er einmitt líka veitingahús og gistiheimili (bara hægt að gista á sumrin) og höfðu Sara (svissneski bekkjarfélaginn) og systir hennar unnið þar árið áður en hann er mjög vinsæll yfir skíðatímann. Þær voru búnar að hafa miklar áhyggjur hvort við útlendingarnir gætum labbað þetta, var eitthvað minnst á úthald og hæðartengd vandamál en ég hélt það nú! Blés á allar svissneskar efasemdir, enda ekki víkingur fyrir ekki neitt, og fullvissaði þær um að ég gæti sko alveg meikað 40 mínútna "göngutúr". Það sem Gerður litla hafði þó ekki reyknað með var hæðin (4.500 metra yfir sjáfarmáli sem þykir bara ansi hátt) og að súrefnið var auðvitað mun þynnra en það sem ég var vön. Þannig eftir sirka 5 mínútna göngu var Gerður orðin lafmóð og eftir korter var mig farið að svima... Ekki góð hugmynd að láta líða yfir sig í þverhníptri fjallshlíð... En upp komst ég á þrjóskunni, viðurkenndi ekki fyrr en þangað var komið að ég væri "oggulítið þreytt og að mig svimaði "pínulítið". Ætlaði sko ekki að viðurkenna veikleika þegar allir aðrir hoppuðu léttilega upp fjallshlíðina eins og fjallageitur! Held að veitingahúseigandann hafi grunað hvernig í pottinn var búið því mér var skipað að setjast niður á verönd, sveipað um mig teppi og hellt ofan í mig bjór. Sátum svo þar í góðu yfirlæti, sötruðum vín í boði hússins, dáðumst að útsýninu og hlustuðum á slúður um bæjarbúa og túrista (sem er víst uppáhalds iðja fjallabúa).
Eyddum svo restinni af Sviss-dvölinni í að keyra um þvernhnípta fjallsvegi, skoða kastala og kirkjur, synda í ísköldum fjallavötnum, djamma með stórskrítnum en stórskemmtilegum vinum stelpnanna og höfðum það í einu orði sagt ÆÐISLEGT. Komst að þeirri niðurstöðu að Sviss sé fallegasta land í heimi (allavega það fallegasta sem ég hef séð hingað til) og held ég að það sé algert "Möst" að fara þangað aftur!! -Og helst fjótlega. Tók svo lestina heim til Heidleberg á mánudaginn, sagði hæ við allar 5 manneskjurnar sem ég þekkti ennþá og tók svo flugið heim frá Frankfurt á mánudaginn síðastliðinn, frídag Verzlunarmanna.

Byrjaði ég ferðalagið á því að vera með 20 kílóum of mikið (hvernig fór ég að því? Ég var bara með 20 kíló þegar ég fór!???) og átti að láta mig borga yfirvigt. Setti ég aftur upp sakleysis/ó ég vissi ekki að þetta mætti ekki svipinn og reyndi að útskýra mál mitt með því að ég hefði verið í Þýskalandi, besta landi í heimi, í skóla.. Að sjálfsögðu voru málalok þau að Gerður litla lallaði inn í flughöfn án þess að borga, -þetta er hæfileiki ég sver það!.... Var flugferðin afar spennandi en það en var einmitt seinkun á vélinni frá Frankfurt til Köben þannig samkvæmt nýja flugplaninu hafði ég um það bil 7 mínútur til að skipta um vél (átti sko að fljúga frá Frankfurt til Köben og þaðan með Icelandair til Keflavíkur)! Gerðist ég eilítið stressuð á flugvellinum í Frankfurt þegar þetta var tilkynnt og fór og talaði við gellurnar í upplýsingunum og bað þær um aðstoð en voru þær ekki par hjálplegar. Sögðust ekki hafa neinar upplýsingar um Keflavíkurflug frá Köben, "já þú verður bara ða fara og finna upplýsingarnar í Danmörku, tala við þær þar, finna flughliðið og ef þú missir af fluginu þá verðurðu bara að gista. Nei við vitum ekki hvort þú færð hótel eða hvenær næsta Keflavíkurflug er. Sorrý". Stressið tók yfirhöndina þar sem amma og afi ætluðu að sækja mig en ég náði ekki í þau til að láta vita og þau eru ekki með gemsa. Sagði svo farir mínar ekki sléttar þegar í flugvélina var komið og fannst dönsku flugfeyjunum þjónustan í Frankfurt alveg til skammar! Tóku þær sig svo til og hringdu á flugöllinn í Köben, fengu samband við íslenska krúið á vélinni minni, sögðu þeim söguna og sögðu þeim að gjöra svo vel að bíða með vélina eftir Íslendingum! -Sem og þau gerðu! Alveg hreint FRÁBÆR þjónusta og er það nú officielt, ég ELSKA DANI!!

Lenti svo á vellinum heima um eittleitið aðfaranótt þriðjudags, lenti í leit í tollinum (hjúkk að ég gleymdi að taka með mér vínið sem ég ætlaði að smygla..), komin heim um tvöleitið, komst að því að ég GLEYMDI töskunni minni með veskinu mínu, kortunum, tíuþúsund í peningum, vegabréfi, gleraugum, geislaspilara osfrv. uppá velli. Amma sór að hún hefði séð mig með töskuna útá plani þannig ég gerði ráð fyrir að hafa gleymt henni þar. Kaldur sviti, reyndi að hringja uppá völl en er víst ekki fræðilegur að ná sambandi eftir klukkan 8 á kvöldin (hverskonar þjónusta er þetta á ALÞJÓÐAFLUGVELLI) sama hvert maður hringir, reyndi bæði völlinn, duty free, tapað og fundið, tollinn, söluskrifstofur, securitas og meira að segja vallarlögregluna en allsstaðar fékk maður sama Helv#%$( símsvarann. "Því miður eru allir símar lokaðir, vinsamlegast hringið aftur eftir klukkan 8!" Þar sem ég get víst verið þrjóskari en asni þá vildi ég ekki sætta mig við þessi málarlok og ákvað að keyra, eftir 12 tímaferðalag klukkan 3 um nótt, upp á völl. Brunaði þangað á 150 (hjúkk að ég hitti ekki lögguna, hefði verið svipt á staðnum) og eftir mikla leit útá plani fór ég inní flugstöð og lá þá ekki taskan hjá tollgæjunum. Hafði víst gleymt henni á gegnumlýsingarbandinu þegar ég var tekin í tékkið. Brunaði aftur heim og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fara að sofa..... Opna svo hurðina heima hjá mér en gýs þá upp þessi lýka ólystuga lykt, kisupiss! Eg á semsagt litla kisu sem hafði verið skilin eftir ein alla Verslunarmannahelgina og hefur hún verið eitthvað óánægð með þetta afskiptaleysi og ákveðið að tjá óánægjuna með því að skilja eftir "glaðninga" útum allt hús. Þurfti þá að byrja á því að þrifa kattarúrgang, tókst að ljúka því af á klukkutíma, gefa henni pínu að borða og klappa henni aðeins. Ákvað svo að fá mér að borða eftir átökin, opna ísskápinn og út gýs önnur "lystug" lykt. Brósi litli sem hafði verið einn heima í tíu daga hafði semsagt ekki haft fyrir því að hreinsa matarleyfar útur íssákpnum þannig allt var myglað og ógeðslegt og versta lykt í heimi. Ég var náttla komin í þrifahaminn eftir kattarhlandið þannig ég tók bara ísskápinní gegn líka... Um sexleitið að íslenskum tíma (8 að morgni að mínum tíma) var ég algerlega búin og ákvað að fara að sofa. Sá rúmið mitt í hillingum og hlakkaði mikið til að sofna í þæginlega rúminu mínu, með hlýja og hreina sæng. Staulast inní herbergi, svipti teppinu af rúminu og upp gýs kunnugleg lykt.. KATTARHLAND! Hafði þá ekki HELV&$%)$# kötturinn migið í rúmið mitt og tekist að væta ekki bara rúmteppið heldur líka sængina, lakið og dýnuna. Gafst ég þarmeð upp á hreinsunum þá nótt, skreið uppí rúm hjónarúm og hef sofið þar síðan... Er svo komin með vinnu aftur á hótelinu út mánuðinn þangað til háskólinn byrjar og er að fara á FEITT djamm í kvöld en Ástin mín litla á ammæli og ætlar að halda brjálað partý með gelló-skotum og bollu með reyk...... Já, ég held það sé bara komið. Nú hafið þið það, Gebbsið komið HEIM.....










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter