sunnudagur, ágúst 24, 2003

Æsispennandi leikur!

Eins of flestir þeir sem þekkja mig og vinkonur mínar vita, þádeilum við þeirri tilhneigingu að vera eilítið furðulegar á köflum... Heyrst hafa líka orðin stórskrítnar, undarlegar og geðveikar. Allt í góðu samt. Nýjasta uppátæki okkar stallsystra fæddist í seinustu viku þegar við sátum í makindum á eðalbúllunni Ara í Ögri. Stofnað var félag sem nefnt var "Man-félagið" eða "DOUBLE DARE" á enska tungu. Gengur þetta samsagt útá það að félagsmeðlimir mega skora á aðra meðlimi til að leysa ákveðna þraut af hendi. Sá seinasti sem leysti þrautina má svo velja áskorun og fórnarlamb. Fyrsta áskorunin var valin í bróðurerni af öllum nema einum (fórnarlambinu) meðlimum en það var Hlíbbið sem fékk það verkefni að fara á blind-date með manni sem Auður hitti á djamminu og leyst svo vel á fyrir hönd Hlífar að hún reddaði símanúmerum á báða bóga og skipaði manninum að hringja í hana og bjóða henni í mat. Sem og hann gerði. Hlíf brást við áskoruninni af miklu kúli og hörku (enda konan ekki í HÖRKUFÉLAGINU fyrir ekki neitt)og fór á deitið þannig nú átti hún leik.... Má ég því miður ekki gefa upp hver áskorunin er að svo stöddu en ég má segja að það er ÉG sem mun leysa hana af hendi, hún mun fara fram að morgni laugardagsins 30. ágúst og að Bubbi Morteins, Sigga Benteins og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson munu koma við sögu. Fylgist med framhaldinu hér í beinni










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter