miðvikudagur, september 17, 2003
"Maðurinn" er ekki enn búinn að svara mér! Ég er búin að athuga pósthólfið mitt samviskusamlega mörgum sinnum á dag en ekkert svar... Núna er ég að fara sem leið liggur niður á skrifstofuna hans og ætla að reyna að góma kallinn glóðvolgann og neyða hann til að færa mig. Spurning hvort ég ætti að verða mér út um eitthvað barefli til að styrkja sannfæringarkraftinn. Plan 2 ef mér tekst ekki af mínum víðfræga eðalsleikjulega sannfæringarkrafti að sannfæra hann um að færa mig þá er ég komin með annað fórnarlamb sem er dósentinn í Stjórnmálafræðiskori. Linda Erlubróður tókst einmitt að skipta um skor með því að ræða vinn einn svona dósent....
Everything is possible if you put your mind to it
