mánudagur, september 15, 2003
Ég VEIT það er langt síðan ég skrifaði seinast en það er ekki af því að líf mitt hefur verið svo leiðinlegt að ekkert hafi verið til að skrifa um heldur þvert á móti -það hefur svo mikið verið í gangi að ég hef hreinlega ekki haft tíma!!!
Allavega, þá er ég byrjuð í Háskólanum í mannfræði eins og flestir vita. Færri vita þó sennilega að ég er búin að mæta í tíma í rúmar 2 vikur núna, hef aldrei lesið heima, á ekki eina EINUSTU bók og hef skrópað í jafnmarga aðferðarfræðitíma og ég hef mætt í...... Úps. Gerðist ég djúphugul um helgina og áliktaði af þessari "skrýtnu" hegðun minni að mannfræðin væri kannski bara ekki mitt fag. Þegar þú nennir ekkert að lesa, læra eða kaupa bækur þá er kannski eitthvað smá að athuga með drifkraft og áhuga. Þannig að.. Ég er að skipta um skor. Ætla að fara yfir í stjórnmálafræði og vona að það henti mér betur og vekji meiri áhuga. Ég meina, ég get orðið forsætisráðherra og ráðið landinu!! Eða orðið forseti Evrópusambandsins með tíð og tíma þegar Íslendingar ganga loksins í það og stjórnað allri sameinaðri Evrópu! Eitthvað ekta fyrir mig ekki satt?? En annars þá er eitthvað illt fólk innan Háskólans að reyna að stoppa þessa glæsilegu framtíðarsýn mína með því að breyta einhverjum reglum um skráningu síðan í fyrra þannig að samkvæmt nýju reglunum´má víst ekki breyta eftir 12. sept. -sem bæ ðe vei var á seinasta föstudag. Þannig ég var að enda við að senda manni að nafni Gísla Fannberg, verkefnisstjóra Háskólans, sleikjulegasta bréf í heimi og reyna að útskýra fyrir honum af hverju það eigi að fara framhjá reglunum fyrir mig. Ég meina, þetta er bara einn dagur for crying out loud!! Lofa að tilkynna "úrskurð" þessa góða manns strax og hann berst og já, vera duglegri að skrifa!
