sunnudagur, september 28, 2003
Eyddi afar ánægjulegu kvöldi með meðlimum naktaklúbbsins þar sem rassaklíbarinn Auður bauð okkur í mat og með því. Borðuðum á okkur gat og sátum svo í góðu yfirlæti með vín og spiluðum Fimbulfamb. Var þetta í fyrsta skipti sem undirrituð spilar þennan góða leik og komst hann fljótt í uppáhald. Eftir því sem vínglösunum fjölgaði urðu orðskýringarnar fjölbreyttari og fyndnari og læt ég hér fylgja nokkra hápunkta...
1.sæti: LOXOMMA:dregið af enska orðinu "dilemma" og þýðir kómísk tilvistarklemma....
2.sæti: ÞORMUR: Fornt norrænt nafn komið úr Norrænni Goðafræði. Hefur sömu beygingu og íslenska nafnið Ormur. -Ormur, Orm, Ormi, Orms.
3.sæti: Frumbi: Slanguryrði yfir frumbyggjaættbálk pygmía í Nígeríu.
Fimbulfam er SNILLD
