miðvikudagur, september 24, 2003
Og nú er ég ekki að tala um neinn aukvisa heldur ykkar einlæga, einu sönnu MIG. Já ég er semsagt komin í Stjórnmálafræðina eftir mikið vesen og er bara ofsalega sátt og glöð með mitt. Finnst allavega þessir 2 dagar af ferli mínum sem stjórnmálakvendi afar áhugaverðir og skemmtilegir þannig að núna er bara málið að taka námið með trompi. Er búin að festa kaup á bókum uppá marga tugi þúsunda, stend í fartölvukaupum og hef á stefnuskránni að flytja lögheimili mitt á Þjóðarbókhlöðuna. Þannig þið sjáið þetta er allt að koma!
