laugardagur, september 27, 2003
Ætlaði að vera búin að læra og púla í ræktinni alla helgina en hef bara ekki nennt. Deginum er búið að vera eitt við sjónvarpsgláp þar sem Pretty Woman var skellt í tækið. Ein af þessum virkilega gömu góðu klassísku sem allt kvenkyns frá óléttu læðunni minni til ömmu hefur jafn gaman af. Sátum allar með heimskulegt hamingjubros þegar Edward klifraði upp stigann til Vivian og allt varð gott. Yndisleg mynd! Hápunktur dagsins er svo búinn að vera bæjarferð með litlu systur þar sem fest voru kaup á einu stikki hárbandi -spennandi ekki satt?
