þriðjudagur, október 07, 2003
Ójá góðir hálsar... haldið ykkur í hattana ykkar því að ykkar einlæg er að verða stolt kisumóðir þriggja kettlinga. Við mamma fórum með kisu til læknisins um daginn, hann tók hana í sónar, jamms svona alvöru sónar eins og óléttar konur, og sá þar 3 STRIK í mallanum á henni sem reyndust vera kettlingar. Þannig að hardcore kisuklámið sem allir heimilismenn urðu vitni að fyrir nokkrum vikum bar augsýnilega árangur. -Líka eins gott eftir allan hamaganginn í ljóninu (codename fyrir fressið), pissið í öllum hornum og fressalyktina sem ENN er í húsinu. En allt það er gleymt við tilhugsunina um kettlingana. Ohhh Líf verður besta mamma í HEIMI.
