sunnudagur, október 05, 2003

Heimsmetabók Guinness bara á leiðinni?
Já nú er loksins komið að því, lengi hef ég stefnt að takmarkinu en nú loksins, eftir mikla þrautsegju og elju er að koma að því. Ef ég kemst ekki í bókina miklu fyrir leti, ómennsku og almennan slóðaskað fyrir þessa helgi þá má ég hundur heita! Svo er náttúrulega hægt að fá mig skrifaða fyrir öðru meti, hversu lengi geturðu verið í náttfötum samfleitt og án þess að fara út úr húsi.. Djöfull verð ég fræg....
Já helgin hefur ekki verið afkastamikil hingað til. Ástkær yngri systir mín tók sig nefninlega til og breytti heimilinu í pestabæli , tókst í ofanálag að smita MIG og hef ég eytt helginni í nefsnýtingar og verkjatöflu-tannbrýningum. Helgin sem átti að verða djamm og lærdómshelgi DAUÐANS breyttist snarlega í já, helgi DAUÐANS. Eini plúsinn á henni var að ég rifjaði ég upp kynnin við gamla vini og kunningja, nefninlega ansi skemmtilega ætt sem ber nafnið Ísfólkið. Þessi ansi skemmtilegi bókaflokkur hefur stytt mér stundirnar yfir helgina og þótt að ég hafi lítið lært um stjórnmálaþróun get ég sagt ykkur ALLT um þróun "bölvunarinnar" hjá Ísfólkinu. Þótt ég geti ekki þulið upp nöfn íslenskra alþingismanna þá er ég orðin nokkuð klár á ættartré Ísfólksins fram að árinu 1800...










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter