miðvikudagur, október 22, 2003
Þessi pistill átti nú að vera um skemmtilegheit og ævintýri helgarinnar, letidaga, blámenn, Ammeríku og fleira en þar sem annað aðkallandi málefni hefur skotið upp hausnum fynnst mér ég verða að sinna því og láta Auði eftir djammlýsingarnar. Hið aðkallandi málefni sem ég mun nú fjalla um er hinn alræmdi kvilli FílusMcFýla og virðist sjúkdómur þessi vera orðinn landlægur í mínum annars elskulega vinkvenndishóp. Helstu einkenni þessa króníska kvilla eru:
1. Gagnrýnisstigið og viðkæmnisstigið: Hinn sýkti aðili gagnrýnir aðra í kringum sig. Sérstök fórnarlömb gagnrýni hans eru þeir sem bregða útaf vana hópsins og sýna einhverjar "sjálfstæðistilhneygingar". Grín, glens og bloggcomment eru vinsæl á þessu stigi sjúkdómsins. Sýkti aðilinn er hinsvegar þrátt fyrir gangrýni sína afar viðkvæmur fyrir henni í sinn garð.
2. Misskilningastigið: Sjúkleg árátta til að misskilja annað fólk -sjálfum sér og öðrum til ama og ruglings
3. Móðgunar-stigiði: Á þessu stigi er sama hvað þú segir við hið sýkta kvenndi, það MUN móðgast
4. FÝLUSTIGIÐ: Þetta er lokastig sjúkdómsins og hefur hann nú náð hámarki. Hinn sýkti aðili er nú annaðhvort bæði móðgaður og í fýlu eða hann leitar tilefnis til að verða það. Best finnst einstaklingnum ef hann getur búið til eins mikið mál og rifrildi og hann getur. Aftur, eru bloggsíður vinsæll völlur til að koma fýlunni eða móðgunargirninni á framfæri.
Eins og áður hefur sagt hefur þessi faraldur fest rætur í mínum vina og kunningjahóp og blossar sýkingin upp þegar minnst varir. Vona ég innilega að sýktir aðilar leiti sér hjálpar og bólusetningar eða þá sálfræðihjálpar sem einnig ku virka. Vil ég svo enda þennan pistil á hinum fleigu orðum Lilla Klifurmúsar. "Öll Dýrin í skóginum eiga að vera VINIR"!
