þriðjudagur, október 14, 2003
Góðan daginn góðir hálsar. Helgin var hin afkastamesta í djammlegum skilningi, lang langt langt síðan ég hef verið jafn dugleg í útstáelsinu.
Á föstudaginn var ferðinni heitið á Háskóladjamm sem haldið var í Framsóknarhúsinu og var víst sameiginlegt fyrir Stjórnmálafræðina, Sálfræðina, Mannfræðina, Félagsráðgjöf.. Það var líka vísindaferð á vegum stjórnmálafræðinnar fyrr um kvöldið en Gebba litla var ekki nægilega fljót að skrá sig þannig hún mætti edrú og á bíl í Háskólapartýið. Hitti ég Erlu-"djammóðu" þar galvaska og örlítið meira undir áhrifum en ég (hún komst í vísindaferðina sína beyglan sú). Reyndist edrú svo verða einkunarorð kvöldsins og eftir að hafa skutlast útum allt á mínum trygga vin YARIS og verið í BRJÁLAÐRI gítarstemmingu á Ara dró "óðakonan" mig á Felix... Ég verð að viðurkenna að ég var ansi efins um að fara á þennan stað, maður á náttúrulega sínar minningar frá Gullaldarárunum á Sport heitnum og var ekki viss um hvort ég vildi skemma þær rósrauðu minningar. En að lokum varð égað láta í minnipokann og láta draga mig þangað sem reyndist svo bara hin besta skemmtun! Hitti einmitt brósa litla mikið mikið drukkinn ásamt öllum vinum sínum sem ég spjallaði heilmikið við.. Hann sagði mér svo einmitt við mikil hlátrasköll daginn eftir að ALLIR vinir hans hefðu spurt hann mjög undrandi þegar ég hafði snúið bakinu í þá hvernig LITLA systir hans kæmist eiginlega inná skemmtistaði!! Við skulum taka það framm að ég hef aldrei hitt þessa áðurnefndu vini en þau vissu að Eyjólfur átti eina stóra systur sem er 22 ára og eina litla sem er 15 ára!! Og þau héldu að ég væri 15. Reyndar það sem hefur kannski rennt stoðum undir 15 ára kenninguna var að gamli góði gelgjufílingurinn réði ennþá ríkjum á Sport/Felix og voru það Justin og aðrir góðir sem blívuðu á fóninum. Auðvitað létum við gelgjufélagarnir gömlu okkur ekki vanta á dansgólfinu og var þetta bara massastemming! Sá líka nokkur gamalkunnug andlit eins og Steratröllið ógurlega, Slís-tvíburana og að sjálfsögðu pallinn!
Á laugardeginum var svo haldið matarboð fyrir nokkra valinkunna einstaklinga og elduðum við Stedda (steindór+edda) snilldarkjúkling eftir uppskrift Auðar úr síðasta matarboði (frumleg ég veit!). Svo kíktu strákarnir í heimsókn og var tekið smá drykkjusessíon eftir matinn. Þetta reyndist verða massapartý og var áður auglýst þema TEKNÓ tekið mjög alvarlega og ýmsar uppákomur gerðar í tilefni þess. Ber þar hæst að nefna WIGFIELD-dansinn, sjálflísandi líkamsmálinguna hennar Eddu, þýskarann sem Kjartann dró í partýið og að sjálfsögðu alla staflana af gömlu Reif í-diskunum.. Eftir mikla drykkju og áðurnefndan dans var svo ferðinni heitið niður í bæ og á eðalbúlluna Celtic Cross. Þar var einhver hljómsveit 3 SOME að nafni og héldu þeir uppi góðri stemmingu ásamt því að vera algert skemmtiatriði sjálfir. Eftir Celtic var liðið orðið í misjöfnu ástandi og flestir búnir að týnast þannig rúmlega 5 enduðum við Ása, Edda Ásu og Erla á einhverju rápi á Laugarveginum að rífast um hvert við ættum að fara næst. Eftir heitar umræður ákváðum við að það væri orðið of framorðið fyrir annan stað og stefnan var tekin heim til mín í eina feita pizzu. Á leið í leigubílinn var Ása litla fyrir því óhappi að missa aðra linsuna sína í götuna og gat með engu móti sett hana aftur í augað. Í augnabliks æðiskasti grýtti konan vesalings linsunni í sandhrúgu bölvandi og ragnandi.. Ákveð ég að koma til bjargar, finn linsuna í sandinu eftir dálitla leit og fæ þá góðu hugmynd að skyrpa á linsuna til að hreinsa hana. Eftir skyrpingarnar og mikil ógeðshróp vinkvenna minna við þessu snilldarráði hleypur Gerður galvösk að litlum ógeðslegum brunni (þessi sem rennur útúr Ítalíu) og "skolar" hana þar. Hendi ég svo "hreinu" linsunni í Ásu og skipa henni að pota þessu í augað á sér. Ása litla þorir ekki annað en að hlýða (óttaðist örugglega að ég mundi skyrpa á hana ef hún gerði ekki það sem ég sagði) og endar á því að fá massíva augnsýkingu þegar heim var komið og tekur leigubíl uppá læknavakt til að losna við linsuna sem var víst föst í bólgna auganu. Þegar hér var komið sögu var ykkar einlæg sofnuð á sófanum með gólfteppi sem teppi og ekki í miklu ástandi til að vorkenna sjúklingnum. Sem betur fór reyndist Edda traustari félagi og fór með henni á sjúkrastöðina. Slæmur endi á annars sérdeilisprýðilegri helgi og vona ég að sjúklingnum heilsist betur. -Until next time my children...
