fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Þeir eru komnir!! Litlu kisulingarnir fæddust í gær og held ég að svei mér þá séu þetta bara sætustu kisur sem ég hef á ævi minni séð. Er allavega búin að sitja fyrir framan kisu og börnin hennar með aulabros á andlitinu í næstum sólarhring... bara virðist ekki geta slitið mig frá þessum krúttum. Það komu annars 3 kisubörn, tvö skjannahvít og eitt hvítt og svart. Við erum ekki enn búin að átta okkur á því hvort þetta séu stelpur eða strákar, er víst frekar erfitt að sjá fyrstu dagana en mér er alveg sama... þau eru svo SÆT :)
