þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Eitthvað hef ég verið vænd um dugleysi við bloggið og við ykkur kvartanagemlinga vil ég bara segja eitt.... -Skiptið ykkur ekki af mínum bisness! Ég hef nú bara hreinlega verið það "upptekin" (orðið upptekin þýðir hér í þessum pistli LÖT) til að skrifa. Annars hafa hagar mínir breyst á undraverðan hátt síðan ég skrifaði seinast.. segja má að líf mitt hafi snúist 180 gráður frá því er áður var, því í staðinn fyrir letilíf og ómennsku sem áður einkenndi mína skólavist hef ég tekið upp siði lærdómshesta og ræktarbolta. Planið er að lifa tvöföldu lífi, annarsvegar sem mesta bókanörd sem fyrirfinnst á Háskólasvæðinu og hinsvegar sem líkamsræktartröllið ógurlega (já Erla mín, ég skora hérmeð formlega á manninn þinn um nafnbótina! ) "Nýja lífið" er ekki orðið mjög gamalt... byrjaði eiginlega bara í gær en það var sko alveg þrusudagur og stefnir í annan dugnaðardag í dag. Já litlu sykurpúðarnir mínir, EVERYTHING IS HAPPENING!!
