þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Og það er allt að verða vitlaust! -eða verður það bráðlega..
Jæja kindurnar mínar. Það helsta sem á góma hefur borið í mínu lífi undanfarið er eftirfarandi
1. Átakið mikla hefur farið útum þúfur. Skemmdist eftir 2 daga þegar mamma kom heim með pizzu og videóspólu. Ég settist við át, nennti ekki í ræktina og las ekki staf. Svona fór um sjóferð þá!
2. Þrátt fyrir nýuppgötvaða djammáráttu (með hjálp frá Erlu a.k.a. djammóðapésa) fór ég ekki að djamma um helgina. Fór eiginlega bara ekki úr húsi heldur eyddi helginni í ýmis tilgangslaus og skemmtileg verkefni sem koma skóla ekkert við.
3. Ég er flutt inní hjónarúm til mömmu -pabba greyinu hefur verið fleygt í sófann. Neinei það er enginn hjónaskilnaður yfirgnæfandi í Grabbanum heldur er kisa litla að fara að eiga. Móðir mín elskuleg er farin að læsa hana inni hjá sér á næturna ef ske kynni að fæðingin byrji og vill láta mig hjálpa sér. Pabba er ekki treyst til starfans.
4. Þrátt fyrir varúðarráðstafanir vegna fæðingarinnar og þeirrar staðreyndar að hún átti að eiga fyrir 2 dögum láta kettlingarnir enn ekki á sér kræla. Móðir minni er ekki um sel og hefur tekið uppá því að elta kattargreyið útum allt hús, æpandi og gólandi. Einnig reynir hún að bregða ræflinum við hvert tækifæri með því að læðast aftanað henni og æpa. Þetta á víst að hafa hvetjandi áhrif á fæðinguna. Þessa miklu vitneskju fékk hún af netinu... segi ekki meir.
4. Aðferðarfræðipróf og djamm dauðans á laugardaginn. Já það er önnur lota í hinum spennandi hring aðferðarfræðinnar. Fyrri lotu lauk með tapi af minni hálfu... rotaðist og tapaði skammarlega. Núna eftir "strangar" æfingar er planið taka aðferðarfræðidjöfulinn í bakaríið! Sigrinum verður svo fagnað með smá eldvökva í góðra vina hópi um kvöldið.

Until later my children...










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter