sunnudagur, desember 14, 2003
Það versta sem gat gerst gerðist í gær. Minn trúi og tryggi förunautur, Davíð aðstoðarkóngur, veiktist. Alvarlega. Brósi kíkti á hann og sagist halda að hann mundi sennilega ekki ná sér. Afar, afar slæmt með tilliti til þess að allar glósurnar mínar fyrir næsta próf eru einmitt í vörslu Dabba og hann ekki viðræðuhæfur. Með mikilli lagni og hæfni tókst elskulega yndislega brósa að kveikja á honum í sirka 10 mínútur, akkúrat nógu langt til að brenna glósurnar fyrir prófið og svo dó hann aftur. Og er ennþá í dái. Seinasta prófið er á föstudaginn og ég ætla að skrópa í aðferðarfræði á morgun. Ég er ekkert búin að læra um helgina. Davíð (Oddsson ekki aðstoðarkóngur) er að ganga af göflunum og vill skammta sér svipaðan skammt og hann hafði af Kaupþingsbræðrum og finnst það ekkert nema "eðlilegt". Síðan hvenær er það eðlilegt að þú vinnir fyrir einhvern en skammtir þér samt sjálfur laun og að vinnuveitandinn hafi bara ekkert um það að segja?!? Nei ég bara spyr..... Kannski er vitleysa að vera að hætta í stjórnmálafræðinni, nokkrar tugi milljóna í eftirlaun og bónusa hljóma ekkert illa....
