mánudagur, desember 08, 2003
Djöfull hljómar þetta snassí! Barasta eins og bókartitill, jafnvel spurning um að gefa út bók, tileinkaða stressuðum ungmennum sem árlega ganga í gegnum þetta helvíti. Linda Pé og Rut varið ykkur! Annars þá er ég bara búin að skemmta mér við að lesa alþjóðastjórnmál og félagsfræði undanfarna daga. -Já það og dást að börnunum mínum auðvitað! Mjög truflandi að hafa þessa sætu sætu sætu kisulinga svona nálægt, alltof mikil truflun! Er annars byrjuð að taka bara einn kettling í einu og hafa hann bara í kjöltunni við lærdóminn, sameina kattaráráttuna við skylduna. Finnst líka hvítur kettlingur fara vel við stöðu alþjóðastjórnkerfisins á 19. öld.... Svo er bara að vona að ég nái prófunum en ef að ég fæ það sem ég á skilið (miðað við ástundun og fleira í vetur) þá fell ég. Gaman að komast að því hvort tossaaðferðirnar mínar síðan í Versló virki ennþá. Hef grun um ekki samt en það kemur allt í ljós..
