miðvikudagur, desember 10, 2003
Fyrsta háskólaprófið búið. Og það gekk bara þótt furðulegt sé, betur en ég hélt! Gekk voða vel á stuttu skilgreiningunum og krossunum en gamanið kárnaði þegar kafa átti djúpt í efnið í ýtarlegu ritgerðunum (ójá í fleirtölu!). Gat alveg eitthvað smá en ekki einu sinni nálægt þessum 7 til 10 blaðsíðum sem kennarinn var búinn að tala um. Þannig ég fór að skálda og skreita eða með öðrum orðum sagt, bulla. Að endingu var ég komin á þeysiflug í bullinu og kepptist um að vera eins háfleig og fræðileg ég gat með þeirri von að það mundi hljóma nægilega gáfulegt og rétt.. Gat ekki stillt mig um að glotta að úrlausnunum mínum þegar ég fór yfir eina 20% ritgerð og hún var samansett af sirkabát hálfri blaðsíðu af staðreyndum og svo 3 af blaðri.. Setningar eins og "hugmyndafræðilegar himinhæðir", hin fangelsandi hringiða alþjóðasamfélagsins" og fleiri góðar fæddust og verður fróðlegt að sjá hvort blaðurhæfileikinn minn sem hefur hingað til frelsað mig frá lögreglusektum, flugvallarsektum og lestarfargjöldum mun nýtast í Háskólanum. Spennandi ha ;)
