sunnudagur, janúar 18, 2004
Þá er þæginlegasta helgi ársins liðin. Er ekkert búin að gera nema að liggja uppí sófa með elskunum mínum (kisulingum fyrir fáfróða) og lesa barnabækur. Og það besta er að ég var að læra! Ég er nebblega í kúrs sem heitir Barna og Unglingabókmenntir og tókst mér að lesa næstum helminginn af námsefni vetrarins í einum rikk -dugleg stelpa. Svo er það kaffihús á eftir með stelpunum og frí í skólanum á morgun.. Ljúfa lífið heldur áfram hehe. Það var ekkert djamm um helgina en Idolgláp á föstudaginn og var ekkert smá ánægð með úrslitin!! Kalli Bjarna er BEZTUR!!!!
