miðvikudagur, janúar 14, 2004

Þreyyyyytt
Djöfull er ég dugleg! Vaknaði klukkan 7 til að fara í sturtu, borðaði og komin á Hlöðuna fyrir 8. Ekki af því að ég á að mæta klukkan 8 heldur bara af því að ég er svoooo dugleg að læra! Þessi önn verður nebblega tekinn með trompi og er gerð krafa um að fá tómar tíur á vorprófunum. Eini gallinn á þessari annars fínu sagnfræðibraut eru morðdýrar bækur og hefti sem kosta tugi og örugglega bráðum hundruðir þúsunda. Tók einmitt kast á eitthvað strákgrey í Guðnastofu í fyrradag. (Guðnastofa er sérviska sagnfræðinema en þeir geta ekki verslað í Háskólafjölritun eins og allir aðrir heldur verðum við að klöngrast uppá háaloft í Árnagarði og þeir hafa ekki posa=dauðasök)Viðkomandi strákur vildi ekkert kannast við að þetta væri sérviska, fannst verðið á blaðasneplunum gott og greinarnar "frábærar". Komst að því síðar að hann á greinar í þessum blessuðum heftum. Helvítis melurinn! Græðir á eymd minni og volæði. Kom nú samt skoðun minni um svínaríið á framfæri og tilkynnti honum það að við Ása ætluðum bara að kaupa eitt eintak af öllu og ljósrita þau svo. Þurfti að fara aftur í þessa blessuðu Guðnastofu í gær og við horfðum á hvort annað illum augum.. Ég er búin að eignast óvin.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter