mánudagur, janúar 26, 2004
Fyrir fáfróða þá var partý ársins (enn sem komið er allavega) heima hjá Hlíbbinu að Lindabakka 13 í Kópavoginum (hverfi Dauðans..). Tilefnið var 23 ára afmæli Hlífar og Auðar en þær stallsystur fögnuðu samtals 46 afmælisdögum og geri aðrir betur! Veisluhaldarar voru mjög rausnarlegir og buðu uppá bollu, glæsilegar kökur og veitingar sem algerlega spilltu nýja átakinu mínu.. Það var alveg massa stuð og lauk kvöldinu með gítarglamri og bongótrommuslætti þar sem allur hópurinn tók lagið einsog fullum Íslendingum einum er lagið. Nenni eiginlega ekki að skrifa meira í bili en endilega kíkið á myndir af kvöldinu. Snilld.
