mánudagur, febrúar 16, 2004
Þá er helgin liðin eina ferðina enn. Ekkert drukkið en samt djammað sem verður að teljast nýbreytni. Reyndar var nú drykkjan tekin út á kostningadjammi á fimmtudaginn en það er önnur saga... Skrapp í afmæli til Ella á laugardaginn og hélt litli bróðir hans Ella uppi brjálaðri gítarstemmingu. Frekar fyndið að sjá þá bræður saman. Líta nákvæmlega eins út nema að litli bróðir er ultra-karlmannlega tíban af þeim bræðrum. Er svo búin að vera dugleg og læra helling í dag. Fylltist samt hálfgerðri örvæntingu um tíuleitið í kvöld þegar ég var búin að læra í tíu tíma samfleitt og ekki enn búin að klára.. Svona til að skemmta ykkur við eymd mína og volæði ætla ég að deila með ykkur heimalærdómnum mínum fyrir EINN kúrs (ég er í fjórum) fyrri part vikunnar (það eru tveir tímar í hverjum kúrs á viku):
10 blaðsíðna lestur á óskyljanlegu sænsku fræðimáli (svona án gríns þá skil ég ekki orð),
20 blaðsíður af handritalestri í íslenskum fornritum,
100 blaðsíður í aðalnámsbókinni -inniheldur einnig skemmtiefni einsog verkefni og frumhandritalestur
Tvær 120 blaðsíðna fræðibækur um sturlungaöld sem á að kunna svotil utanað og bera saman.
Ítreka það að þetta er bara heimalærdómur fyrir annan af tveimur tímum á viku og svo má ekki gleyma hinum þremur kúrsunum sem ég er í. Eða þessum fjórum ritgerðum og miðsannarprófi sem ég á eftir. Hef óljóst hugboð um að ég fái ekki tíu í meðaleinkun í vor.....
