sunnudagur, febrúar 08, 2004

Áman maður!
Fyrsta vísindaferð nýs árs var á föstudaginn síðastliðinn. Farið var í bruggsmiðjuna Ámuna og er sá áfangastaður ávísun á að fólk verði ofurölvi, gera sig að fífli, syngi í karókí og drepist niðrí bæ. Undarlegt nokk var það einmitt það sem gerðist.... Allavega, þá mættum við Ása galvaskar niðrí ámu, stundvíslega hálftíma of seinar, þar sem ég barði sagnfræðinga framtíðarinnar fyrst augum. Starfsmenn Ámunnar hafa tekið á móti fullt af fólki í vísindaferðir og vissu greinilega alveg um hvað málið snérist. Voru engin vettlingatök höfð en víninu hellt ofaní mannskapinn strax og maður hætti sér innum dyrnar. Eftir nokkur glös var fólk orðið afar vingjarnlegt og opið og kynntumst við Ása alveg heilmikið af fólki þarna. Eftir Ámuna var haldið á Ölver, það gladdi mig alveg gífurlega enn ég hef reynt að fá vinahópinn með mér þangað í lengri lengri tíma en hefur hingað til aldrei tekist. Allir tóku að ég held lagið og vorum við Asaba engar undantekningar en við hreinlega slátruðum laginu One með U2 og mun enginn sem heyrði þessa útsetningu okkar ná sér andlega eftir þá reynslu. Fórum svo, ég og Ása, niður í bæ að hitta liðið í góðri fylgd tveggja sagnfræðinga. Og þar sem þeir borguðu bílinn leist okkur mjög vel á þá samfylgd hehe. Kíktum á 11 eftir að hafa hitt krakkana en man lítið eftir þeim stað. Helstu minningar mínar þaðan eru að liggja frammá borðið, slefandi á tösku annars mannsins. Glæsikvenndi ég veit. Hafði þó nægja rænu til að ákveða að koma mér heim, staulaðist útí leigubíl og beina leið heim.
Vissuð þið annars að leigubílagjaldið frá miðbænum uppí Grafarvog er fokkings 2480krónur?? Mooorð!!










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter