fimmtudagur, mars 18, 2004
Góðan daginn góðir hálsar og ég bið sjálfa mig velkomna aftur í blogg-nörda-menninguna. Er ekkert búin að skrifa í heilan mánuð en hef verið dugleg við að skoða annarra manna pósta. Ástæðan fyrir þessum ó-skrifum hefur eiginlega verið að það hefur ekkert skemmtilegt verið til að skrifa um og Fräulein Von Trap verið frekar niðurdregin og súr þessa dagana. En það mun allt breytast og ég hef ákveðið að sumarið sé að koma, að ég fái geðveikt góða sumarvinnu og að veðrið verði gott frammí september. Öllu leiðinlegu ýtt til hliðar og gleðin verði við völd (oj).
