föstudagur, apríl 09, 2004
Íslands og norðurlandasöguritgerðin er búin -eða uppkastið að henni allavega! Það ríkir mikil gleði hjá mér núna en ég er búin að vera að skemmta mér við þessa annars stórskemmtilegu og vel sömdu ritgerð í næstum viku. Þá er þetta allavega frá og ég get skilað henni inn til kennarans á morgun. Svo er bara að taka til við næsta verkefni sem er ritgerð um Söguna af Bláa hnettinum. En fyrst sofa. Djöfull er ég annars GLÖÐ :)
