mánudagur, apríl 26, 2004
Snilldar læruplanið mitt er ekki alveg að ganga upp. Þessi leiðinda bókmenntafræðiritgerð er mig lifandi að drepa og enn hafa bara 4 blaðsíður fæðst. Ég er búin að sitja í allan dag við tölvuna með ritstýflu og ég er að verða geðveik. Prófin byrja nebblega á miðvikudaginn og þá verður bara líka hardcore lær í 5 daga en á þeim 5 dögum tek ég 3 stóóór próf. Þannig í dag var semsagt seinasti dagurinn sem ég hef tíma til að gera þessa blessuðu ritgerð en núna er dagurinn að kveldi kominn og enn engin ritgerð! Hvað gera danir þá?
