sunnudagur, apríl 04, 2004

Fíkn.
Það er undarlegt hvað fólki hættir til að verða háð ýmsum hlutum. Flestir vina minna eða fjölskyldumeðlima eru háðir einhverju. Sjónvarpi, sígarettum, áfengi, mat, gosdrykkjum og svo mætti lengi telja. Dr. Phil segir að fíkn sé táknmynd fyrir einhvern skort í þínu lífi.. ef þú ert háð sjónvarpinu þá er eitthvað sem vantar í þitt líf.
Ég mundi ekki segja að ég sé háð sjónvarpi þótt að mér finnist Glæstar Vonir og Nágrannar skemmtilegir, ekki heldur áfengi, sígarettum né mat þótt mér finnist gaman að djamma og gott að borða. Hinsvegar er ég ansi hrædd um að ég sé orðin háð svarta gullinu, eða öðru nafni kaffi. Fyrir langalöngu lýsti ég því fjálglega yfir að þessi drykkur væri viðbjóður og að hann færi aldrei inn fyrir mínar varir en í seinni tíð hef ég þurft að taka þessar yfirlýsingar mínar aftur og stúta núna minnst 6 bollum á dag... og í þessum "brjáluðu" (eða þannig) ritgerðar og lærdómssesíonum mínum núna þá drekk ég það bara stanslaust. Kannski ætti ég að tala við Landsspítalann og fá þetta bara beint í æð? Nú veit ég ekki hvort Dr.Phil hefur rétt fyrir sér eða ekki en mig langar sko ekkert að hætta að drekka þennan eðaldrykk, vöntun smöntun -þetta er bara lúxus!










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter