miðvikudagur, apríl 28, 2004
One down, two to go!! [og reyndar 2 ritgerdir líka en who´s counting...] Fyrsta prófið er sem sagt búið. Það var hið dularfulla fag, Heimspekileg forspjallsvísindi eða Ástufræði, sem var tekið í nösina núna áðan. Mér gekk bara glimrandi vel á þessu prófi, gat svarað öllu og bullað útí hið óendanlega. Skrifaði svo mikið ad ég var orðin ein eftir í stofunni og mér er svo illt í hægri hendinni eftir þessa andgift mína að það er erfitt að pikka þessar línur á lyklaborðið. Næst er það fag sem kennt er við Sverri nokkurn Jakobsson, eða Íslands og Norðurlandasaga, sem bíður nasarinnar. Held reyndar að hann Sverrir verði ekki hrifinn af bulli og heimspekilegu þvaðri þannig að nú er eins gott að byrja að troða staðreyndunum inn í hausinn... Og koma svo!!!!
