þriðjudagur, apríl 20, 2004
Já seinustu dagar hafa verið dagar dugnaðar og fróðleiks. Er loksins búin að koma sjálfri mér í lærdómsgírinn og gengur bara ágætlega enn sem komið er. Afleiðingar dugnaðarins eru hinsvegar einhverfa og einmannaleiki sem fylgir því að læsa sig inní í herbergi með nefið oní skruddum. Í gærkvöldi ákvað ég því að verðlauna sjálfa mig fyrir dugnaðinn og taka mér frí, hringdi í stelpurnar og skipulögðum hitting heima hjá Aubbu. Það byrjaði svosem ágætlega með slúðri og píkuskrækjum [sem mér finnst alltaf ánægjulegt] þangað til að hið ógurlega spil HÆTTUSPIL var dregið framm.... Þarf ekki að fjölyrða um þetta spil nema að ég tapaði með yfirburðum og ætla aldrei að spila það aftur. Djöfull þoli ég ekki að tapa!!!
