þriðjudagur, apríl 06, 2004
Ég er að verða geðsjúk af lærdómi. Mig langar á djammið, mig langar alveg ógeðslega mikið á fyllerí!! Alveg er þetta tíbískt að sömu sekúntu og ég ákveð að gerast dugnaðarkvenndi og djamma ekkert þangað til eftir próf þá hellist þessi gífurlega áfengislöngun yfir mig. Og núna má ég ekki láta undan henni.... jæja horfa á björtu hliðarnar, prófin búin eftir tæplega mánuð og svo eru bara 79 dagar til KÖBEN!!
