þriðjudagur, apríl 13, 2004
Af hverju er það að þegar maður hreinlega verður að gera eitthvað þá finnurðu allar mögulegar afsakanir og ástæður í heiminum til að gera það ekki?!? Ég veit ekki hvort ég er ein um þetta en þetta er hegðun sem ég iðka mikið. Til dæmis þá verð ég að drífa mig í að gera þessar ritgerðir og læra fyrir prófin -en er ekki búin að gera neitt alla páskana. Svo sem annað dæmi þá verð ég að finna mér vinnu en hef ekki heldur gert það.. er einhver sem er tilkippileg/ur til að semja svosem einsog 2 ritgerðir, taka 3 próf og borga mér svo 200 þúsund krónur á mánuði í sumar?? Ef þessi einhver ert þú endilega skildu eftir skilaboð í kommentakerfinu :)
Þín einlæg,
Gerður Björk Kjærnested
