miðvikudagur, maí 26, 2004
Vá hvað það er búið að vera mikið að gera! Ég er komin austur í Þjórsárdal og er búin að þrífa og skrúbba allan bæinn, stilla upp gærufeldum, kistum og ísbjarnarskinni, setja upp kassa, tengja posa og laga klósettið [aaalein og sjálf takk fyrir!!]. Það er semsagt búið að opna bæinn og ég fékk fyrstu túristana í heimsókn í dag. Komu til mín 70 grunnskólanemar úr 5.bekk í morgun og fengu þau þann heiður að vera vígsla mín inní hinn útvalda hóp leiðsögufólks. Krakkarnir voru vægast sagt æðislegir, þvílíkt áhugasöm og skemmtileg og spurðu alveg helling. Einn hópurinn var meira að segja búinn að eyða mörgum dögum í að undirbúa sig fyrir ferðina og mættu öll vígbúin, í skikkjum sem þau saumuðu í handmennt og með sverð og skildi úr smíðatímum. Þau fóru svo í hörku sverðaslag eftir að hafa skoðað bæinn og skiptu sér upp í tvö lið -heiðna og kristna ;). Þetta fundu þau upp sjálf.. algerir snillingar híhí!! Fékk svo óvænt heila rútu af þýskurum sem komu að skoða og komst ég að því að þýskan mín er vægast sagt ryðguð eftir veturinn... ég skildi þau alveg en stamaði eins og versta fíbbl þegar ég reyndi sjálf að tala.. nú er sko bara málið að liggja aðeins yfir kennslubókunum!!
Leiter pípol -sveitskutlan!
