mánudagur, maí 10, 2004
Ég er bara að átta mig á því núna að það er komið sumar. Grasið orðið grænt, sólin hætt að setjast og gróðurilmur í lofti. Ísland er yndislegt!! Prófin eru annars búin og mér gekk bara ágætlega. Á reyndar eftir að gera eina ritgerð en mun án efa rúlla henni upp. Er á fullu núna að leita mér að vinnu og er með nokkur járn í eldinum.... gæti jafnvel verið að ég gerðist sveitalúði í sumar og væri bara ekkert í bænum!!! Allamalla! Djammlíf Reykjavíkur verður ekki samt, það er ég viss um.
