þriðjudagur, maí 18, 2004

Júró brást ekki vonum frekar en fyrri daginn. Lélegheit þessarar keppni er ekki auðvelt að jafna enda er þetta ein mesta snilldarskemmtun ársins. Nú í ár voru trommuheilarnir við líði en vælið í honum Jónsa greyinu féll ekki í góðan farveg. Við í súlupartýinu skemmtun okkur þó afar vel og fögnuðum rækilega þegar einhverjir góðir aðilar eða íslenskir námsmenn í útlöndum, sáu sér fært að gefa okkur 2 eða 5 stig. Fórum svo í bæinn og dönsuðum við fleiri hallærislega Júrósmelli og var bara massagaman. Gerður litla var þó edrú og var það ánægjuleg tilbreyting að horfa á alla aðra fulla og vitlausa. Svona í öðrum fréttum þá er ég víst komin með sumarvinnu... ég er semsagt að flytja útá land í sumar og mun verða leiðsögukvenndi á Þjóðveldisaldarbænum í þjórsárdal. Skrapp einmitt þangað uppeftir áðan að líta á aðstæður og heilsa uppá yfirmenn og leist bara ofsalega vel á. Frábær aðstaða þarna uppfrá... frír matur, líkamsræktarsalur, sundlaug, ljósabekkir, sjónvarpssalur, tölvur og fleira og fólkið hvert öðru almennilegra. Verð að stússast aðeins fyrir bæinn í vikunni og svo flyt ég bara austur á mánudaginn! Þannig að um helgina verður seinasta tækifærið í langan tíma til að njóta míns einstaka og andríka félagsskapar... Jafnvel að maður skelli sér aðeins í bæinn... maður verður nú að láta Reykjavík sakna einhvers hehe ;)
