mánudagur, júní 14, 2004
Búið að vera fullt að gera í bænum.. landnámsdagur um helgina og uppákomur útá túni hjá mér allan daginn...maríuerluhreiðrið inní baðstofu státar nú af þremur ungum og svo fæ ég lítinn kettling til mín um helgina.. Er búin að herja út frí 16. og 17. júní, sem þýðir að ég má djamma á sextándanum! Og að sjálfsögðu farið í skrúðgöngu sem endar á því að kaupa stóran nammisleikjó og gasblöðru. Maður má nú ekki brjóta hefðirnar. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn minn í 3 sumur! Jess hlakka!! :)
