föstudagur, júní 04, 2004
Er búin að vera í fríi síðustu tvo súrealísku daga. Kannski soldið sein að koma þessu á framfæri en trúði varla að Óli grís hefði ekki skrifað undir fjölmiðlalögin. Veit ekki hvað mér finnst.. beinna líðveldi en viðgengst hér er sennilega góður hlutur og að lækka rostann í hrokafullum ráðmönnum þjóðarinnar nauðsynlegt. Veit þó ekki hvort þetta hafi akkúrat verið málið til að láta reyna á þessa grein stjórnarskrárinnar.. veit ekki hvað mun kjósa. Dabbi kom vel út í kastljósinu í gær en hvað er þó málið með að tala bara við RUV? Þessi opinbera mismunun hans er fáránleg.. Steingrímur J, öðru nafni "Rödd sannleikans" er búinn að standa sig eins og hetja og ´"dúkauppreisnin" eitthvað það töffaralegasta sem ég hef heyrt í lengri tíma. Held það sé komin tími á að Dabbi kóngur taki sér pásu og fari að semja fleiri bækur..
Í öðrum fréttum þá var Gunnhildur litla systir að útskrifast í gær og hjartanlega til hamingju með það dúllan mín!! Hún fékk rós og viðurkenningu fyrir stundvísi en það hef ég einmitt aldrei fengið -ekki einu sinni komist nálægt því hehe. Einnig fékk ég upphringingu í gær frá konu að nafni Auður sem kvaðst vinna hjá Flugleiðum.. mér bauðst semsagt í gær að vinna sem flugreyja hjá þeim í sumar, byrja á þriðjudag og vera búsett frá og með mánaðarmótum annaðhvort í Brussel eða Mílanó.. Ég sagði nei takk. Enda er ég náttúrulega komin í aðra vinnu og get ekki farið að hætta í henni úr þessu.. enda er starfið mitt mjög fínt. Að vera búsett erlendis freistaði þó.... ó vell. Svo á ég líka ammæli á morgun :)
