þriðjudagur, júlí 06, 2004
Þá er ferð ársins lokið. Og hún var skemmtileg. Eyddum 3 dögum í Kaupmannahöfn við að skoða strikið, Ráðhústorgið og hina ýmsu bari, skemmtilstaði og kaffihús Kaupmannahafnarborgar. Held þó að higlight dvalarinnar í höfuðborginni hafi verið þegar Danmörk keppti í undanúrslitunum í EM og var leiknum sjónvarpað af risaskjá á Ráðhústorginu. Gjörsamlega stappað af fólki og geggjuð stemmning -í fyrri hálfleik þar að segja. Stemmningin dalaði aðeins við fyrsta markið, við seinna markið fóru viðkvæmir að gráta og við þriðja markið fóru allir heim. Allir Danir þar að segja en við fórum auðvitað bara á fyllerí. Hróarskelda sjálf var síðan svo ólýsanlega frábær að ég legg varla í að lýsa henni nákvæmlega. Leðja, bjór, stígvél, hávaði, æðislegt fólk, frábærir tónleikar og ég ætla sko pottþétt að fara aftur. Eina góða við að koma heim til Íslands var hrein sturta en ég held ég hafi verið í yfir klukkutíma undir sturtunni með hina ýmsu skrúbba, krem og áhöld til að ná eðlilegu ástandi. Brunaði svo austur í Þjórsárdal í morgun og var greinilega ennþá verið eitthvað eftir mig eftir hátíðina að ég villtist á leiðinni (hef by the way verið að vinna hérna í næstum einn og hálfan mánuð) og endaði á Flúðum. Fattaði ekki neitt fyrr en ég sá skiltið sem á stóð "Velkomin til Flúða" en hafði þó eitthvað verið að velta fyrir mér hvað landslagið hafði breyst mikið á þessum 10 dögum. Held ég fari bara að halla mér núna......
